Jólagestir

Sigtryggur Þorláksson skrifaði eftir minni árið 2013

 

Það mun hafa  verið árið 1943 að gesti bar að garði hér á Svalbarði á aðfangadegi jóla. Klukkan var að ganga sex og við bræður vorum komnir í sparifötin, mamma var að undirbúa undirbúa og taka til kvöldmatinn en karlmennirnir sem úti við voru úti við að sinna skepnunum, þá var barið að dyrum og við bræður fórum fram með húsalukt í hendi. Úti var  hópur af fólki eða fimm, mig minnir að það hafi verið fimm, ég hélt nú að þeir hefðu verið sex en þau spurðu um húsráðendur og fyrst og fremst mömmu og það kom í ljós að þetta var fólk úr Vopnafirði sem að kom gangandi utan frá Raufarhöfn á leið heim til sín. Fólkið var uppgefið og baðst gistingar það var ekki siður að úthýsa fólki og var því boðið í bæinn. Það var ekki algengt að það komu næturgestir á aðfangadag. Mömmu var því hálfhverft við. Þá var ekki um annað að gera en að bíta á jaxlinn, stækka kvöldmatarborðið og bæta við mat. Á þeim árum var ekki um mikið ísskáp eða frystikistu að ræða. Það voru súrmatartunnurnar, reyktur matur og harðfiskur sem helst var hægt að grípa til. Fólkið var svangt og fegið matnum. Einhvern veginn var búið um gestina heima og heimafólk eitthvað fært saman  til þess að rýma fyrir gestunum . Men víluðu ekki fyrir sér á þeim tíma að sofa tveir og þrír í sama rúminu.

Jólahaldið gekk sinn gang, við hlustuðum á aftansöng í útvarpinu á meðan við borðuðum kvöldmatinn og svo framvegis . Pabbi var vanur að lesa jólaguðsspjallið en þegar þarna var komið en þarna var komið útvarptækið sem leysti lestrarmanninn af hólmi. Eftir því sem ég hef fengið upplýsingar um voru þarna á ferð eftirfarandi einstaklingar: Sveinbjörn Sigurjónsson , Sigurbjörnsson, Hámundarstöðum. Hann var tengdur mömmu og þau þekktust eitthvað. Sveinn Árnason og Torfhildur Sigmundsdóttir, Hróaldsstöðum; Sigurður Björgvinsson, Ásláksstöðum og Oddný Kristjánsdóttir frá Nýpi. Þetta fólk kom frá Akureyri að ég held með skipi sem hét Hrímfaxi og ætlaði með því heim til Vopnafjarðar fyrir jólin en skipið laskaðist eitthvað í höfninni á Raufarhöfn þannig að það gat ekki haldið áfram. Þá voru engin úrræði önnur en að leggja af stað gangandi. Mér er nær að halda að fólkið hafi farið fyrst í Sveinungsvík og gist þar. Þá voru þar þrír ábúendur á Sveinungsvík, og þaðan fengu þau fylgd fram á Hálsinn,það er að segja Ytri Hálsinn sem kallaður er. Tíðarfar var gott, jörð að mestu auð, gangfæri gott. Fólkið gekk því alla leið þennan dag frá Sveinungsvík og fram í Svalbarð, hefur vafalaust komið við á Kollavík  í leiðinni. Á jóladag var gott veður og ferðafólkið lagði af stað eftir morgunverð og gekk austur í Hvamm þann dag. Í Hvammi var fleirbýli og því auðveldara að koma sér fyrir. Á annan í jólum gekk fólkið austur  yfir Brekknaheiði í Fell eða kannski eitthvað lengra. Á þriðja í jólum var gengið austur ströndina í Skeggjastaði eða austur að Sandvíkurheiðinni sem var síðasti áfanginn. Það má nærri geta að göngufólið hefur orðið fegið þegar það komst heim til sín eftir þessa óvenjulegu göngu.

 

 

Advertisements