Eftirminnileg messa í Svalbarðskirkju

Sigtryggur Þorláksson ritar eftir minni ágúst 2017   Eitt af þeim störfum sem ég hefi tekið að mér eða ég hef lent í er formennska í sóknarnefnd. Ég tók þetta starf alvarlega, gerði mest sjálfur það sem gera þurfti. Hafði reikningshald og sá um allt viðhald og allan undirbúning fyrir messur og allar athafnir í … More Eftirminnileg messa í Svalbarðskirkju

Ísbjörn á Eldjárnsstöðum

Ísbjörn á Eldjárnsstöðum Sigtryggur Þorláksson ritaði eftir minni í febrúar 2017     Veturinn 1918 var kallaður frostavetur. Hafís rak að landi strax í janúar eftir samfelldar stórhríðar í marga daga. Ísinn fraus saman, urðu alveg hafþök. Ísbirnir gengu á land, þar á meðal á Melrakkasléttu og Langanesi. Það mun hafa verið á útmánuðum að … More Ísbjörn á Eldjárnsstöðum

Svarðargrafirnar

Það hefur lítið verið að gerast hér á síðunni síðan í apríl vegna anna í sauðburði og verður sagt frá honum síðar. Gestapenni að þessu sinni er Erlingur Sigtryggson, föðurbróðir Einars, en hann kom í heimsókn um daginn og ritaði niður smá pistil um svarðargrafir. Viss um að þið hafið gaman að 🙂 Svarðargrafirnar   … More Svarðargrafirnar

Ferðasaga

Ferðasaga Skrifað upp 15.jan 2017 af Aldísi Gunnarsdóttir, úr verkefnabók Vigdísar Sigurðardóttur frá skólaárum hennar á Löngumýri.   Saga sú, er ég ætla að skrifa mætti fremur teljast til útilegusögu, og farið var ríðandi en ekki á bíl, þótt svo sé algengast. Það var eitt sinn seint í ágústmánuði, að frændi minn sagði okkur krökkunum, … More Ferðasaga

Snjóaveturinn 1935-36

Snjóaveturinn 1935-36 Sigtryggur Þorláksson skrifaði eftir minni  í janúar 2017   Það snjóaði og snjóaði. Veðrin voru lengst af mild, lítið frost og lítið um hvassviðri – hæg norðaustanátt ríkjandi. Það hefur sjálfsagt byrjað snemma vetrar að snjóa því að bændur sem bjuggu lengra frá sjó urðu svo snemma heylausir. Á þeim tímum var fé … More Snjóaveturinn 1935-36

Ljóð

Ljóð Skrifað upp 15.jan 2016 af Aldísi Gunnarsdóttir, úr verkefnabók Vigdísar Sigurðardóttur frá skólaárum hennar á Löngumýri     Við skulum vinar augum sjá Vonina  lífsins bjarta. Engann slíka auðlegð á Sem umrenningsins hjarta.   Förumannsins liggur leið Langt um veg ógreiðan. Að honum rétta ýmsir sneið Mun auðnast að sjá hann reiðan?   Lífið … More Ljóð

Lítil æskuminning – þegar ég varð áttavilltur

Sigtryggur Þorláksson ritaði eftir minni í janúar 2017   Ég mun hafa verið 6 -7 ára þegar okkur bræðrum Jóni Erlingi, sem var tveimur árum eldri, og mér, var falið að reka gemlinga til beitar og standa yfir þeim hluta úr degi. Þetta var á útmánuðum. Veður var gott en þoka. Jörð var allmikið auð … More Lítil æskuminning – þegar ég varð áttavilltur

Um heimahagana

Um daginn rakst ég á gamla verkefnabók í eigu Vigdísar Sigurðardóttur, ömmu Einars, frá því hún var á Löngumýri. Þar á meðal var þessi ritgerð um heimahagana sem mér fannst svo skemmtileg að ég skrifaði hana upp og kom til Dísu. Hún var svo indæl að leyfa mér að deila henni með ykkur. Dísa er … More Um heimahagana