Askur

Hversu viðeigandi er það að hundur verðandi þjóðfræðings heiti Askur?

Sparihundurinn Höfðaborgar Askur. Fæddur 5.október 2014. Hann er af Papillon hundakyni eða Fiðrildahundur uppá Íslensku.

img_6352

Aldís sá hann auglýstan á facebook og fann strax að hann væri hundurinn hennar. Hringdi í Þórunni Sigurðardóttur ræktanda hans og fékk hann keyptan. Hann er alveg yndislegur hundur, þægilegur í alla staði. Hann er samt sem áður dálítill dramakóngur og svolítið viðkvæmt blóm. Sami brandarinn heyrist yfirleitt hérna þegar fólk sér hann í fyrsta skipti : ” er þetta aðal smalahundurinn?” . Veit ekki hvort hægt sé að þjálfa hann í slíkt en honum þykir í það minnsta mjög gaman að hlaupa á eftir kindunum og gelta á þær. Þær hlaupa líka vel undan, það hefur engin staðið á móti honum ennþá að minnsta kosti. Þær sjá bara eitthvað pínulítið kvikindi hreyfast hratt og gelta hátt og þær hlaupa eins og vindurinn.

img_0246

Til þeirra sem eru í hundahugleiðingum þá get ég, af reynslu minni með Ask, hiklaust mælt með þessari tegund, en kannski ekki þægilegur með litlum börnum.

 

img_0238

Advertisements