About

Við heitum Aldís Gunnarsdóttir og Einar Guðmundur Þorláksson og búum á Svalbarði í Þistilfirði. Við erum fjárbændur, með 611 kinda bú, 16 hross og þrjá hunda.

Einar er menntaður búfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan vorið 2007. Einar er uppalinn á Svalbarði en hann er fjórði ættliðurinn sem tekur við búinu.

Aldís er stúdent frá Menntaskólanum við Sund (2004) og nemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Aldís er hreinræktaður Vestfirðingur en hefur búið víða áður en hún flutti í Svalbarð vor 2007.

Eins og er störfum við bæði við búið en Aldís hefur stundum unnið önnur störf með.

 

(síða í vinnslu)

Advertisements