Góða gesti ber að garði

Á fimmtudagskvöld fengum við símhringingu og tilkynningu um að gesti myndu bera að garði um hádegisleytið á föstudeginum. Það var Kristjana, systir Einars, sem hringdi og tilkynnti komu þeirra, Vigdísar Aureliu (dóttir Kristjönu og guðdóttir mín), Írisar Evu (frænku þeirra) og Evu Elírósar (dóttur Írisar Evu). Mikið var nú gaman að fá þær í heimsókn.

Á föstudeginum komst fátt annað að hjá Vigdísi Aureliu (3 ára) en að spyrja mig hvort ég ætti afmæli og þegar hún komst að því að afmælið mitt hefði verið síðastliðinn mánudag varð hún dálítið leið og spurði svo :” missti ég af afmælisveislunni þinni?”. Nei að sjálfsögðu hafði hún ekki misst af neinni veislu því það var engin veisla þannig séð. Við Einar ákváðum því bara að bjóða fjölskyldunni í kaffiboð í dag. Ég bakaði skúffuköku, með rosa fínu kökuskrauti og nammi, og svo Silvíuköku. Ritz kex með mygluosti og reyktum lax var samt mun vinsælla hjá litlu dömunum. Man það næst að það er óþarfi að reyna að troða í þær dísætum kökum þegar þær vilja mun frekar bara fá reyktan lax, enda er hann mun hollari og betri á bragðið en nokkur kaka. Að loknu kaffiboði var að sjálfsögðu farið í fjárhúsið að gefa og svo í göngutúr með hundana. Þerna, forystuær með meiru, er víst uppáhaldskind stelpnanna (bleikur litur í enni gæti haft eitthvað með það að gera).

Segi þetta gott í dag, hér eru nokkrar myndir frá deginum:

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s