Garðasmíði

Það má með sanni segja að ágrip Sigtryggs af sögu samkomuhússins hafi slegið í gegn, allavega átti ég ekki von á svo mörgum heimsóknum á síðuna strax. Greinilegt að ég verð að semja við Sigtrygg um að gerast penni fyrir mig.

Annars er það að frétta héðan að síðustu daga hafa staðið yfir garðasmíði í fjárhúsunum. Einar var búinn að skipta út gólfefninu næst garðanum,  í nyrsta húsinu, og setja plastprófíla þar auk nýrra járngrinda. Nú er garðasmíði á fullu í húsunum en tveir garðanna voru orðnir mjög lélegir. Óli Birgir, Syðra-Álandsbóndi, hefur verið hjálparhella Einars í þessum verkum. Hæfileikar mínir liggja á öðrum sviðum svo ég lét mér nægja að elda ofan í þá.

15233578_10154605715711203_204630766_o
Gólfið að verða tilbúið

 

15225250_10154605715566203_536793256_o
Garðasmíðin, Óli Birgir vinstra meginn og Steinþór Jón, bróðir minn, hægra meginn

Fleiri myndir af þessu síðar.

Bróðir minn , Steinþór Jón, var hérna í heimsókn hjá okkur þessa vikuna og setti upp nýja ofna í íbúðarhúsinu fyrir okkur auk þess sem hann græjaði fyrir okkur útiljós og lagaði nokkur ljós fyrir okkur innivið. Hann var líka að sinna nokkrum verkefnum á Þórshöfn. Það var æði að hafa litla bróður hjá sér smá stund.

15205691_10154605715656203_1104839268_o
Tinni og Garpur á hlaupum í fyrradag

Segi þetta gott í bili

Aldís

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s