Hundahreinsun

Í hádeginu fórum við Askur í göngu í rigninguna til hestanna. Ætlaði að taka myndir af þeim en var eitthvað búin að gleyma því að það er ekki auðvelt þegar maður er með Ask með sér. Askur, eins og svo margir smáhundar, gerir sér ekki grein fyrir stærð sinni. Ég þarf alltaf að taka hann upp og halda á honum meðan maður spjallar við hestana því hann heldur að hann geti siðað þá alla til. Svo eru nokkrir hestanna aðeins ágengir þegar þeir halda að maður sé með eitthvað handa þeim. Þeir eru alltaf vissir um að Askur sé handa þeim. Askur er ekki svo glaður með það og reynir að halda þeim á mottunni með því að urra og gelta á þá. Já það gefast eflaust önnur tækifæri til að mynda hrossin og vonandi í skemmtilegra veðri. Ég tók nokkrar samt, skil ekki hvernig ég fór að því þar sem ég hélt á Aski með annarri og forvitnu hrossunum frá með hinni.

img_0075

img_0071

 

Klukkan tvö var svo hundahreinsun upp í skóla. Öllum hundaeigendum sveitafélagsins gert að mæta með þá þennan dag að hitta dýralækninn sem gefur þeim ormalyfstöflu í kæfu. Þægilegt fyrir okkur að geta bara gengið þangað með hundana. Fyrstur fór Askur, hann var svo sem alveg prúður, vældi dálítið, vildi bara fá að hitta hina hundana. Svo fékk hann kæfubita, hann sleikti kæfuna af töflunni og skildi hana eftir á gólfinu. Þá var henni pakkað aftur inn í kæfu, í þetta skiptið fór allt upp í hann en taflan kom aftur út. Þá var ekkert annað í stöðunni en að taka hann með valdi. Ég hélt á honum meðan dýri reyndi að troða töflunni ofan í hann. Gekk ekkert sérlega vel en tókst að lokum. Erfiðasti „sjúklingur“ dagsins. Þá skilaði ég honum heim og sótti næsta.

img_0010

Tinni var næstur og hann var einstaklega prúður. Hann var vinalegur við hina hundana á svæðinu, hann flaðraði ekki upp um dýralækninn (þeir sem þekkja hann vita að hann á mjög erfitt með að hemja sig flaðrinu) og hann tók kæfubitann bara fallega í munninn. Já hundurinn sem getur sjaldnast hamið sig ef það er matur einhvers staðar nálægt var eins og ljós. Það sem ég var stolt af honum! Jaaaahhh alveg þangað til við vorum að fara þá ákvað hann að honum litist vel á Silvíu dýralækni og reyndi að merkja hana. Flott Tinni flott.

img_0283

Garpur var svo síðastur í röðinni af okkur hundum og þegar við komum upp í skóla var komin smá biðröð.  Sex hundar á undan okkur svo við biðum bara úti. Ég þekki nú minn varg það vel að ég var með hann í bandi sem betur fer því hinir hundarnir voru lausir. Þeir voru ósköp þægir en Garpi fannst hann þurfa að sýna þeim hvar Davíð keypti ölið. Það var nú ágætt að þeir voru allir frekar undirgefnir svo þeir hlupu bara undir bíl að fela sig þegar Garpur urraði á þá. Þessi ljúfi hundur er frekar aggressívur gagnvart hundum sem hann þekkir ekki.

img_0255

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s