Hrútasýning

Langt á milli pósta hér, en er enn að læra á þetta, þetta keeemur

en allavega þá er það helst að frétta hér að í dag var haldin hrútasýning í Garði. Fórum við með tvo veturgamla hrúta og tvo lambhrúta.

img_0874
Komnir í kerruna, á leið á sýningu

Veturgömlu hrútarnir voru Stáli, undan Steðja sem er undan Saum sæðingastöðvarhrút, og Óður, undan Ljúfling sem er Faxasonur úr Hagalandi. Stáli er undan besta hrútnum okkar hér síðustu tvö árin. Óður er undan Ljúfling sem hefur gefið þyngstu lömbin hér á bæ. Óður er mjög fallegur einstaklingur og gerði sér lítið  fyrir og vann sinn flokk.

img_0910
Frá vinstri: Jói og Axel á Gunnarsstöðum, Einar með Óð

 

Í lambhrútaflokknum fór Hjarri, sæðingur undan Hrauna frá Hjarðarfelli, í 5. sæti.

Því miður man ég ekkert hvaða hrútar voru í hinu sætunum en ég tók nú af því einhverjar myndir, þarf að skoða þær betur.

Friðgeir Óli Eggertsson hlaut verðlaun fyrir fegursta forystuhrút Þistilfjarðar 2016. Það er móflekkóttur lambhrútur undan móflekkóttum Flórgoðasyni einnig í hans eigu.

img_0912
Frigeir Óli með fegursta forystuhrút Þistilfjarðar 2016

Soffía í Garði var einnig með lambhrút í þeim flokki, svarflekkóttur Hrókssonur. Mjög fallegur og lofandi en að vísu á leið í geldingu. Verður flottur sauður. Við tókum nú Hrók með okkur svona til gamans og til vara. Reglurnar eru þannig að hrútur getur ekki unnið til verðlauna hafi hann unnið áður, en Hrókur vann í fyrra. Hann er alltaf jafn fallegur og sýnir mjög góða takta enda undan afbragðs forystukind, henni Forystubotnu sem er að fara  á 11.vetur. Hrókur er einnig undan Flórgoða svo allir hrútarnir í forystuflokkinum voru skyldir. Hálfbræður með syni sína.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s