Test póstur

Sælinú

Er að reyna að læra á þetta kerfi og síðan því langt því frá að vera tilbúin. Ætlunin er að flytja hér fréttir af okkur og búskapnum með reglulegu millibili. Einhverjar myndir fá kannski að fljóta með. Sumir póstar jafnvel á ensku svo vinir og vandamenn sem ekki mæla íslensku geti líka fengið að fylgjast aðeins með.

Það er nú helst frá því að segja að við fórum í göngur á föstudag, tókum letidag á laugardag og í dag var heimaland Fjallalækjarsels smalað, síðan réttað og að lokum rákum við okkar fé í heimalandið okkar. Það verður svo smalað fljótlega.

Fyrirkomulag gangna var töluvert öðruvísi nú en venjulega sökum veðurs. Venjulega höfum við sent nokkra menn í svokallaða forsmölun á móts við Öxfirðinga á föstudeginum. Þegar forsmalar hafa lokið verki sínu hafa þeir komið sér í kofa og síðan hafa aðrir smalar haft sig í kofa seinnipart föstudags. Þegar í kofa er komið hefur verið boðið upp á kjötsúpu,  síðan er yfirleitt bara spjallað saman og rifjaðar upp hinar ýmsu skemmtisögur. Yfirleitt er bara farið frekar fljótt að sofa svo maður sé úthvíldur fyrir laugardaginn. Þá er vaknað um sjö leytið og lagt af stað um átta í göngur. Ef allt gengur vel erum við yfirleitt komin í Fjallalækjarsel með safnið upp úr fjögur. Svo hefur heimalandið verið smalað á sunnudeginum og svo réttað. Við rekið okkar fé í okkar heimaland.

Nú var veðurspáin hins vegar ekki mjög góð fyrir laugardaginn og því ákveðið að fara í göngur eins og gert var hér áður fyrr og allt svæðið smalað á einum degi. Við lögðum af stað frá Fjallalækjarseli kl.6 og vorum komin aftur heim um áttaleytið um kvöldið. Allir dálítið þreyttir en hins vegar gekk þetta allt bara alveg ágætlega.

En já þar sem þetta er bara prufupóstur þá nenni ég ekki að vanda mig meira en þetta í bili. Betri póstur síðar

 

Hello friends

This is our first blog post, it will not be very long now since this is also just a test post. Buuut anyhow this weekend we had our annual gathering of our sheep from the higlands. Men, horses og sheep a little tired but overall everything went very well. I´ll be posting a better desciption and pictures later, when I have figured out how this blog thing works

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s